10.04.2018 19:59

Sumarnámskeið 2018

Reiðskóli Hestamenntar er staddur í hesthúsahverfinu 

í Mosfellsbæ


 


Við bjóðum upp á vikunámskeið frá mánudegi til föstudags frá 

kl.9-12 eða kl.13-16.


Reiðnámskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6-14 ára.

Námskeiðin hefjast þan11.júní og standa til 17.ágúst.

Vika 1:  11-15.júní -  kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 2:  18-22.júní - kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 3:  25-29.júní - kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 4:  2-6.júlí - kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 5:  9-13.júlí - kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 6:  16-20.júlí - kl. 9-12 (STUBBAR) og kl. 13-16

Vika 7:  23-27.júlí - kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 8:  30.júlí-3.ágúst - kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 9:  7.-11.ágúst (4 dagar) - kl. 9-12 og kl. 13-16

Vika 10: 13-17.ágúst - kl. 9-12 og kl. 13-16                  

Verð: 18.000 kr. (16.000 kr. á annað námskeið ef tekin eru fleiri en eitt). Systkinaafsláttur er 1000 kr. af hverju námskeiði. 

Stubbanámskeið verður fyrir 4-6 ára vikuna                                                                  16.-20. júlí frá kl.9-12. Verð: 20.000kr.

Skráningar sendast á netfangið: hestamennt@hestamennt.is 

   Það sem þarf að koma fram í skráningu er

  1. - Hvaða vika og hvort það sé fyrir eða eftir hádegi.
  2. - Nafn barns og aldur.
  3. - Nafn foreldris/forráðamanns, kt. og símanúmer.

Ef þið fáið ekki svar póst við skráningunni innan 2 daga þá hefur hann ekki komist til skila!

ATH! Það þarf að greiða 5000 kr. staðfestingargjald þegar barnið er skráð. Reikningsnr: 0549-26-705  Kt: 671010-0780.    

Mikilvægt er að senda staðfestingu á greiðslunni á hestamennt@hestamennt.is og setja nafn barns í skýringu til að tryggja plássið!

Nánari upplýsingar í síma: 899-6972 Berglind

    -Á námskeiðinu er farið vel yfir umhirðu og umgengni við hestinn og læra krakkarnir að beisla, kemba, teyma, leggja á hestinn og stjórna honum. Einnig er aðeins farið yfir atferli hestsins ásamt skynjun hans.  Krakkarnir eru ein með sinn hest og eru með sama hestinn út námskeiðið þannig að þau ná að mynda góð tengsl og læra vel á hann.  Farið er í góðan reiðtúr á hverjum degi :)

-Krakkarnir eru hvattir til að klæða sig eftir veðri þar sem námskeiðin eru utandyra og koma með eitthvað smá nesti með sér.

-Allir fá svo viðurkenningarskjal í lokin :-)


Sjáumst hress og kát í sumar..... emoticon

   • 1
Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 189
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 505322
Samtals gestir: 87584
Tölur uppfærðar: 15.7.2018 18:49:11

Um okkur

Nafn:

Berglind I. Árnadóttir

Farsími:

899-6972

Staðsetning:

Varmárbakkar Mosfellsbæ

Um:

Hestamennt er með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga yfir sumartímann og er svo með reiðnámskeið fyrir fatlaða yfir vetrartímann frá okt.-jún.

Tenglar